Breytingar

Allt er breytingum háð. Nú er svo komið að verkefnastaða mín mun breytast allverulega frá 1. október. Ég gæti m.a.s. neyðst til að flytjast heim.

Ef einhver veit um starf við mitt hæfi eða litla stúdíóíbúð á sanngjörnu verði (einhvers staðar á landinu) má sá hinn sami gjarnan hafa samband við mig.

Megið þið næðis njóta.


Nýtt hlutverk

Ég verð afi í fyrsta skipti eftir nokkra mánuði. Það verður skemmtilegt og spennandi!

Ég minnist skiltis sem hékk á vegg í forstofunni hjá rosknum sæmdarhjónum. Á því stóð: "Hér búa amma og afi. Hér gilda allt aðrar reglur".

Ætli það verði ekki þannig hjá mér? Best gæti ég trúað því.


Bankinn

Og að sjálfsögðu hefur enginn hærra um Íslandsbankamálið en Siðareglu-Sunna. Hefur konan enga sómatilfinningu?


Allt er betra...

Finnar hefðu unnið Evróvisjon ef símakostningin hefði verið látin gilda (sem væri bara eðlilegt).

Undarlegast við keppnina í ár er þó gott gengi "Ísraels". Hörmulegt lag, hræðilegir flytjendur.

Pólverjar voru góðir. Bretar líka.


ESB

Ég veit ekki um neina þjóð sem ætti betur heima í Evrópusambandinu en Íslendingar. En tittlingaskíturinn lifir.


Til sögusmettu frá svörtum sauði

Frænka mín er feit og ljót,

fer með bull og lygi.

Vildi ég að skepna skjót

skiti á hana og migi.

 


Mörg foreldrar

Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld þótti við hæfi að til orðsins "foreldrar" væri vísað sem hvorugkynsorðs.

"Mörg foreldrar". Í alvöru?

Hvern nefði grunað að RÚV yrði óvinur íslenskunnar númer eitt? 


Kynvilla Ríkisútvarpsins

Er það hlutverk fréttamanna Ríkisútvarpsins að reyna að koma á nýrri málvenju? "Öll misstu heimili sín í skjálftanum og mörg eru slösuð". Öll/mörg hvað? Börn? Dýr?

Ég heyri enga nota þessi ósköp nema fréttamenn RUV. Þeir dagskrárgerðarmenn, sem ég hlusta á, gera þetta aldrei. Engan viðmælanda hef ég heyrt nota þetta orðfæri heldur.

Allir skilja hvað átt er við þegar sagt er að allir hafi misst heimili sín. Að halda að einhverjr skilji það þannig að eingöngu karlmenn hafi lent í þessu er móðgun við hlustendur.

Og af hverju er betra að tala um manneskju en mann? Manneskja er kvenkynsorð og þar með ekki vitund "hlutlausara" en orðið maður, nema síður sé.

Sumir fréttamenn gleyma sér reyndar stundum og á þeim hef ég miklar mætur.

Að svo mæltu legg ég til að elsti og þvoglumæltasti fréttaþulur sjónvarpsins fari nú loksins að hætta og hleypa að sér yngri mönnum (karlmönnum og/eða kvenmönnum). Enginn er ómissandi.


Söngvakeppni

Langi Seli og Skuggarnir? Langflottastir!


Blóm

Ekki er ég neinn sérstakur aðdáandi Miley Cyrus, en Flowers er nú bara ári gott lag að mörgu leyti.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband