Flón

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu eftir alllanga yfirlegu að Íslendingar séu, þegar á heildina er litið, hálfvitar. Við hefðum betur farist allir með tölu í móðuharðindunum.


Ekki er öll vitleysan eins

Og hananú, segir Helgi Már Barðason


Hörundsár Netanjahú

Hinn einkar blíðlyndi, víðsýni og þolinmóði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og besti vinur Bandaríkjaforseta, er dálítið hörundsár um þessar mundir (eins og stundum áður). Ósköp geta menn orðið sárir þó að áhrifalítið ríki á borð við Paragvæ vilji hafa sendiráð sitt annars staðar en í borg sem þjóðir heims viðurkenna ekki sem höfuðborg Ísraels.

Helgi Már Barðason vonar að karl sjái að sér innan tíðar og skrái sig jafnvel á námskeið þar sem fólk lærir að hemja skap sitt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband