Hið svokallaða skaup

Skaupið, já. Mín skoðun: Það var svo ófyndið að ég gat ekki annað en hlegið eftir á. En svo fór ég að hugsa. Líklega er þetta skaup alveg eins og Íslendingar eru nú á dögum, að minnsta kosti sá háværi minnihlutahópur sem lætur að sér kveða á netinu og eys drullu og hroða yfir hvern sem vera skal (gjarnan nafnlaust), kýs lögbrjót mannveru ársins (af því að tilgangurinn helgar meðalið), heimtar meira rafmagn en vill ekki virkjanir, krefst þess að fá allt ókeypis frá útlöndum en vill ekkert láta í staðinn, krefst þess að fólk velji íslenskt þótt það hafi ekki efni á því, öfundar alla sem hafa það skárra en hann, en brennir samt tugþúsundum króna á gamlárskvöld (dýravernd hvað?), grenjar yfir öllum sköpuðum hlutum daginn út og inn, og svo framvegis. Skaupið var eins og Íslendingar. Frekt, fullt af gremju, skinheilagt, yfirgengilegt, leiðinlegt, ósmekklegt, þreytandi, hávært, dónalegt, ruddafengið, skítlegt og fullt af upphrópunum, en innihaldsrýrt. Með öðrum orðum afskaplega sorglegt - alveg eins og við.


Bloggfærslur 6. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband