Undarleg viðbrögð

Ég þekki ekki Bjarna Benediktsson. Ég hef hins vegar tekið eftir því að það versta, sem andstæðingar flokks hans hafa sagt um hann hingað til, snertir ætternið. Bjarni er sem sagt af ætt sem lengi hefur verið áhrifamikil í Sjálfstæðisflokknum, að sögn þeirra sem þykjast þekkja til.

Hvaða sanngirni er í slíku? Þætti andstæðingum hans sniðugt að vera hafnað á þeirri forsendu að þeir séu ekki af rétta fólkinu komnir?

Á að nota það gegn Jóhönnu Sigurðardóttur að hafa verið flugfreyja og að hún skuli hneigjast til fólks af sama kyni? Ég þekki ekki marga sem telja hana óhæfan flokksleiðtoga þess vegna. Þar liggja aðrar ástæður að baki.

Er Sigmundur Davíð ómögulegur flokksformaður af því að pabbi hans sat einu sinni á þingi?

Ég tek ekki þátt í því að hnussa yfir kjöri Bjarna Benediktssonar vegna þess úr hvaða fjölskyldu hann er. Ekki frekar en ég tel mig þess umkominn að hnussa yfir Steingrími joð af því að hann er bóndasonur úr Þistilfirði en ekki eitthvað annað.

Einum vinstri grænum vini mínum þykir Bjarni Benediktsson helst til fallegur (hans orð!) til að geta orðið sannfærandi flokksleiðtogi.

Jafnvel sæmilega reyndir stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, detta í þennan pytt þessa dagana.

Undarlegt.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Guðmundsson

Maður sem er fæddur með silfurskeið í munni og alinn upp við að peningar vaxi á trjánum er p.def. hættulegur stjórnmálamaður, ég vona að fólk sjái það fyrir.

Maður getur rétt ímyndað sér spillinguna sem þessi maður er alinn upp í... og lítur á sem eðlilegan hlut.

Jón Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

I rest my case.

Helgi Már Barðason, 29.3.2009 kl. 18:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband