Söknuđur?

Hvers sakna ég frá Íslandi um jól og áramót?

Ekki margs. Móđur minnar, jú. Og skötunnar, sem mér finnst alveg himnesk. Og ég mun sakna barnanna minna um áramótin.

Ekki saknađi ég jólastressins. Hér í útlöndum fyrirfinnst ekkert slíkt. Fólk missir sig ekki í skreytingum og hreingerningum, stórgjafakaupum eđa alls konar vitleysu annarri. Ţađ gerir vel viđ sig í mat og drykk á jóladag og búiđ.

Ekki sakna ég rollukjötsins, sem mér hefur alltaf ţótt fremur ómerkilegur hversdagsmatur og stórlega ofmetinn. Hangikjötslćri er reyndar ágćtt og sömuleiđis lambahryggur, en ađrar sauđfjárafurđir standa góđu nautakjöti langt ađ baki ađ öllu leyti.

Ekki sakna ég tuđsins, neikvćđninnar, baktalsins, netárásanna, gjammsins og hálfvitaskaparins í Íslendingum almennt, svo ađeins fáeinir gallar landa minna séu upp taldir. Drottinn minn, hvađ ţessi ţjóđ er leiđinleg.

Og ekki sakna ég veđráttunnar, sem er ekki nokkrum manni bjóđandi. Enda er ég miklu betri af gigtinni hérna suđur frá.

En ég sakna vissulega heitu pottanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband