Menn og vagnar

Langt er síðan viðtöl við auðjöfurinn Jóhannes í Bónus, vin litla mannsins, hættu að vera annað en brjóstumkennanleg og aumkunarverð lesning.

Ekki fara þau batnandi. Hjálpi mér allir heilagir.

Og ekki batnar forseti vor. Klúður embættisins varðandi orðuveitinguna til bandaríska sendiherrans er slík hneisa að engu tali tekur. Vonandi tekur heimspressan þennan fáheyrða atburð - sem er auðvitað ekkert annað en gróf móðgun - til umfjöllunar.

Ósköp er langt í næstu forsetakosningar.

Það er líka sorglegt að Strætisvagnar Akureyrar skuli ætla að hætta helgarakstri frá og með morgundeginum. Helgaraksturinn var hörmulega lítill og lélegur fyrir. Ég held að Akureyrarbær hljóti að geta sparað á annan hátt. Þessi ráðstöfun kemur illa niður á gömlu fólki, öryrkjum og börnum, auk þess sem notkun einkabíla vex á ný og þar með mengun í þessum fallega bæ.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband