Þýskarar í vanda

Þýsk stjórnvöld taka einarða afstöðu með Ísrahel í innrásinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar í landi eru allir fundir til stuðnings Palestínumönnum bannaðir og öll mótmæli gegn áratugalangri og gegndarlausri aðskilnaðar- og útrýmingarstefnu Ísrahelsmanna sömuleiðis. Fólk má ekki einu sinni veifa palestínska fánanum. Hins vegar flagga margar opinberar byggingar ísrahelska fánanum, m.a. ráðhúsið í Köln.

Sektarkennd Þjóðverja eftir viðbjóðslegt framferðið í seinni heimsstyrjöldinni ætlar seint að dvína, enda þótt unga fólkið sé orðið áberandi þreytt á henni. Í augum margra ungmenna er þetta löngu liðin tíð. Fortíð sem ekki er hægt að breyta. En fortíð sem á hvorki að ráða líðandi stund né framtíðinni. Og ekki má gleyma því að gyðingar voru ekki þeir einu sem þjáðust á valdatíma nasista. Langt í frá.

Óskaplega er ég hræddur um að Þjóðverjar séu að kúka í buxurnar með þessu og að vopnin muni snúast í höndum þeirra (m.a. þau sem þeir keyptu nýverið frá Ísrahel). Í landinu býr gríðarlegur fjöldi múslima. Þeir eru án efa margfalt fleiri en gyðingarnir og margir þeirra eru mjög reiðir þessa dagana.

Ísrahel hefur lengi lagt áherslu á að óvild gagnvart framferði stjórnvalda þar sé það sama og gyðingahatur, eins vitlaust og það nú er. Þetta bull er bersýnilega að skila árangri. Í Þýskalandi má nefnilega hvorki halla orði á Ísrahelsmenn né aðra gyðinga.

Og svo botnar fólk ekkert í vaxandi gyðingaandúð í heiminum? 


Ísl-enska

Því miður fara sumir þá leið að svipta sig lífi. Þeir fyrirfara sér. Stytta sér aldur. Ráða sér bana. Drepa sig. Fremja sjálfsvíg eða sjálfsmorð. En þeir taka ekki (sitt) eigið líf. Það gera bara enskumælandi menn og konur.


Upp rísi þjóðlið

Palestínska þjóðin á samúð mína alla.

Augu heimsins þurfa að opnast. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband