12.4.2024 | 20:22
Jamm og já
Ég er enginn sérstakur aðdáandi Bjarna Ben og hef ekki kosið flokk hans lengi. En aulaleg þykir mér herferðin gegn honum. Flokkurinn fékk allgott fylgi í síðustu kosningum og maðurinn hefur því umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. Skoðanakannanir skipta engu. Þannig er það bara, hvort sem fólki líkar betur eða verr.
3.4.2024 | 09:58
Kjánahrollur
Öll þessi framboð til embættis forseta eru alger farsi. Verst að hann skuli ekki vera vitund fyndinn.