29.9.2023 | 14:03
Góða fólkið í Þýskalandi
Blessað góða fólkið í ríkisstjórn Þýskalands, þjakað af samviskubiti, sektarkennd og skömm vegna þess sem gerðist í því landi fyrir 80 árum (löngu áður en góða fólkið fæddist), reynir nú að lina sársauka sinn með því að kaupa þungavopn frá aðskilnaðarríkinu "Ísrael". Manni getur nú blöskrað. Á tímabili í vetur var ekki hægt að fá kartöflur í Norðurrín-Vestfalíu nema frá "Ísrael". Kartöflur? Whatever will they think of next? Ég lét mér að sjálfsögðu nægja hrísgrjón á meðan þetta gekk yfir.
Ég vona að þýska stjórnin hafi nú friðað samviskuna, þótt ég efist um að ríkisstjórn "Ísraels" með glæpamanninn Netanjahú í fylkingarbrjósti muni nokkurn tíma gefa henni frið til þess.
Og svo botna menn ekkert í uppgangi róttæklinga á hægri vænngnum í þessu landi!
Í matarboði nokkru um daginn barst talið að hinum ýmsu löndum í heiminum og ég var m.a. spurður að því hvaða lönd ég vildi síst heimsækja. Þegar ég nefndi Sádí-Arabíu kinkaði fólk kolli. Þegar ég nefndi "Ísrael" sló þögn á mannskapinn. Var þó enginn viðstaddra gyðingatrúar, svo ég viti.
Ég hef ekkert á móti gyðingum, en hef hins vegar andstyggð á ofbeldi og mikilmennskubrjálæði. Nú bíð ég samt spenntur eftir því að þýska pólitíið ryðjist inn hjá mér og handtaki mig fyrir "gyðingahatur". Slík er vitleysan hér.
17.9.2023 | 15:18
Flísin og bjálkinn
Stundum á ég enga ósk heitari en þá að blessað "góða fólkið" fari nú að sjá bjálkann í auganu á sér en ekki bara flísina í augum annarra.
16.9.2023 | 21:19
Konan sem breytti Júróvisjón
Árlega minnir Páll Óskar okkur á að hann hafi "breytt Eurovision". Líklega hefur honum þótt keppnin heldur geld og óspennandi fram að því.
Sannleikurinn er þó sá að Páll Óskar breytti engu. Hann fékk núll stig og vakti litla jákvæða athygli, nema þá í þr0ngum hópi samkynhneigðra.
ABBA var atriðið sem breytti keppninni. Og viðlíka umskipti áttu sér ekki stað á ný fyrr en gvadalúpíska söngkonan Joëlle Ursull söng White and Black Blues fyrir hönd Frakklands og kom með ferskan og hressilegan andblæ inn i löngu staðnaða keppni.
Páll Óskar vill hlut sinn eflaust sem mestan, en satt að segja var hann ósköp lítill. Páll vakti litla athygli á sínum tíma og enn minni hrifningu.
En eins oft síðan gleyptu íslenskir fjölmiðlar gagnrýnislaust við sjálfhælnum fullyrðingum athyglissækins fólks.
16.9.2023 | 16:46
Framsókn
Eins og sönnum framsóknarmanni sæmir sveiflast skólameistari MA til og frá með "almenningsálitinu". Þetta er nú orðið meira bullið og vitleysan. Hví ekki að sjá hvaða hugmyndir og tillögur liggja á borðinu að lokum áður en fordæmingin er upp kveðin?
7.9.2023 | 16:46
Orðsnilld Íslendinga
Enn og aftur blöskrar mér hvað fólk sér að skrifa í athugasemdum við færslur á Facebook og víðar. Menn verða bara gjörsamlega hömlulausir. Til hvaða ráða væri hægt að grípa?
6.9.2023 | 15:46
Sameining og rútur
Það skemmtilegasta við umræður um sameiningu VMA og VMA eru viðbrögð nokkurra fyrrverandi nemenda MA, sem eru hreinlega að rifna úr hroka og vandlætingu. Þessi viðbrögð einkenna einnig suma núverandi nemendur, sem verða reyndar löngu búnir í skólanum ef/þegar sameiningin verður að veruleika. Er stóra rútumálið ekki nóg handa þessum blessuðum unglingum?