6.5.2008 | 11:45
Vitur eftir á
![]() |
Seldi undirfötin sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 14:32
Upp, upp mín sál
Alltaf þykir mér gaman að því þegar frábærir listamenn, sem ef til vill hafa "afvegaleiðst" um skeið, snúa aftur og það með slíkum krafti að eftir er tekið. Ég hlakka til dæmis til að sjá Robert Downey Jr. í nýju myndinni, þó að ég sé ekkert tiltakanlega hrifinn af hasarmyndum í teiknimyndastíl. Downey hefur sannarlega fengið uppreisn æru, enda afbragðsleikari, og gott að hann skuli vera laus við Bakkus og leiguþý hans.
Á spilaranum hér á síðunni er splunkunýtt lag með gamla jöfrinum Neil Diamond. Fyrir einu eða tveimur árum gaf hann út plötuna 12 Songs, sem markaði nokkurs konar nýtt upphaf hjá þessum ágæta tónlistarmanni. Upptökustjórinn Rick Rubin sannfærði hann um að það væri farsælla fyrir hann að snúa aftur til upphafsins - einfaldleikans - í stað þess að halda áfram að semja miðlungslög, klædd í alltof miklar umbúðir. Þetta gerði Diamond, enda var einfaldleikinn það sem gerði hann frægan á sínum tíma - einfaldar laglínur, einfaldar útsetningar, auðskildir textar. Árangurinn lét ekki á sér standa og 12 Songs er að flestra mati í hópi allra bestu verka Diamonds.
Nú er að koma út ný plata, gott ef útgáfudagurinn er ekki bara 6. maí. Ég hef ekkert heyrt af henni nema þetta eina lag, "Pretty Amazing Grace", og það lofar sannarlega góðu. Vona að Diamond haldi sig við einfaldleikann. "Hafðu það einfalt" er gott ráð sem sjaldan bregst.
Neil Diamond er nýbúinn að vera "mentor" í American Idol. Gott ef sá þáttur er ekki bara sýndur í kvöld? Ég er ekki með Stöð 2 svo að ég fylgist ekki svo grannt með Idolinu, en sá þó þáttinn með Dolly Parton um daginn og hafði gaman af.
Á spilaranum er líka nýr singull frá Deborah Harry af plötunni hennar, Necessary Evil. Ágætislag. Gaman þegar svona reyndir jaxlar eins og Debbie og Neil eru að gera góða hluti. Oft er það nefnilega gott sem gamlir kveða ... eða þannig.
Hvorki Neil Diamond né Deborah Harry fá þó líklega inni í nýjum vikulegum útvarpsþætti sem ég verð með á Rás 1 í sumar. Þar verður á ferðinni svona alls kyns "easy-listening"-tónlist í bland við djass, blús og létt popp og fyrsti þátturinn verður líklega helgaður þeim Dinah Washington og Brook Benton. Hlakka til að fást við þetta og vona að einhverjir nenni að hlusta!
2.5.2008 | 23:13
Heimur versnandi fer
![]() |
Kvartað yfir áfengisáhrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 10:54
Mary?
Mary? Ef hann heitir Friðrik hlýtur hún að heita María hér uppi á Íslandi.
Annaðhvort Frederik og Mary eða Friðrik og María, ekki satt?
![]() |
Friðrik og Mary í opinbera heimsókn til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2008 | 11:47
Hvaða hluti?
"Hluti aldraðra fer of snemma á hjúkrunarheimili að mati sérfræðings" segir í undirfyrirsögn á forsíðu 24 stunda í dag.
Hvaða hluti skyldi það vera? Kviðurinn, kannski?
Mikið déskoti getur maður nú verið fyndinn ...
29.4.2008 | 13:38
Eignaspjöll
Veggjakrot, sinubrunar, íkveikjur ... ég held að það hljóti að vera tími til kominn að setja miklu harðari lög um eignaspjöll á Íslandi. Víða vestanhafs er svo mikil virðing borin fyrir eignarréttinum að fólki dettur ekki einu sinni í hug að rölta yfir annarra manna lóðir þó að engin sé girðingin. Eitthvað annað en hérlendis. Hér kveikjum við í eigum annarra eða eyðileggjum þær með öðru móti ef okkur dettur í hug - við látum sko engan segja okkur fyrir verkum! Hvergi er þetta skýrara en í umferðarómenningunni okkar. Reglur eru bara fyrir einhverja aula.
Við Íslendingar erum nefnilega algerir Jónatanar - gerum bara nákvæmlega það sem okkur sýnist. Það er kominn tími á að Soffía frænka sýni klærnar og herði refsingar við eignaspjöllum, hverju nafni sem þau nefnast. Og hananú.
![]() |
Allt að 5000 tré ónýt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 10:24
Köben?
Hvar er þetta Köben? Af samhengi má ráða að þetta sé borg, að líkindum í Danmörku, en þrátt fyrir ítrekaða leit hefur mér ekki tekist að finna hana á neinu korti. Þó er Köben auglýstur áfangastaður flugfélaga og þangað eru ferðir á vegum ferðaskrifstofa, jafnvel héðan frá litlu Akureyri. Ég hef séð þetta orð, Köben, í blaðaviðtölum og þetta á greinilega að vera ákaflega skemmtilegur staður.
Ég spurði danskan vin min að þessu og hann kannaðist ekki við neitt Köben. Hann hélt reyndar fyrst að ég væri að tala um að "köbe ind" og undraðist að ég skyldi ekki vita hvað það væri.
Hér með er lýst eftir Köben, þeim forvitnilega stað.
26.4.2008 | 21:20
Ellen og Skepnurnar
Sé út undan mér að Ellen Burstyn er í Sjónvarpinu. Líklega er þetta Ya-Ya Sisterhood, mig minnir að hún hafi verið á dagskrá kvöldsins.
Hef sjaldan hrifist eins mikið og af Ellen Burstyn í kvikmyndinni Requiem For A Dream. Myndin var ekki sú besta sem ég hef augum barið, en leikur Ellenar var sennilega með því allra magnaðasta sem ég hef séð. Varð leiður þegar hún fékk ekki Óskarinn.
Var að hlusta á eina af eftirlætisplötunum mínum áðan. Hún heitir Before We Were So Rudely Interrupted (1977) og er önnur (og að mínum dómi sú betri) af tveimur "reunion-"plötum hljómsveitarinnar Animals eins og hún var í upphafi. Miklir snillingar eru þessir menn - eða voru, því að bassaleikarinn Chas Chandler er dáinn. Synd að hljómsveitin varð ekki langlífari og synd að hún skyldi ekki gera fleiri endurreisnarplötur. Eric Burdon söngvara og Alan Price hljómborðsleikara kom víst ekkert sérstaklega vel saman. Hef lítið heyrt í Price síðustu árin, en Burdon er í fantaformi og röddin aldeilis mögnuð ennþá. Það syngja fáir hvítir menn blúsinn eins og hann.
John Steel var enn að tromma síðast þegar ég vissi og Hilton Valentine að spila á gítarinn. Mikið væri gaman ef eftirlifandi Skepnur kæmu nú saman einu sinni enn.
26.4.2008 | 14:34
Losun
Enn er ekki minnst á sjávarútveginn þegar talað er um losun mengunarefna í andrúmsloftið. Álver og önnur iðjuver eiga að fá á baukinn og af nýjustu fréttum að dæma eru bílar landsmanna, ekki síst þeir stóru, iðnir við kolann líka.
Er það vitlaust munað hjá mér að allstór hluti losunarinnar komi frá togurum landans og fiskiskipum hans? Er sjávarútvegurinn svo friðhelgur að ekki megi minnast á þetta? Eða hver er ástæðan?
25.4.2008 | 08:34
Fón hóm
![]() |
Óþekkt loftfar á íslenska flugstjórnarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |