Færsluflokkur: Bloggar

Kona kaupir bíl

Kona nokkur keypti sér bíl. Hún og maður hennar fengu afslátt, enda traustir viðskiptavinir. Forstjóri bílaumboðsins er gamall kunningi þeirra. Mynd var birt af hjónunum og bílnum eins og títt er. Konan og forstjórinn hafa bæði gert ágæta grein fyrir málinu í heild.

En siðprúða fólkið, sem má ekki vamm sitt vita, fer á límingunum. Trúlega las það ekkert nema fyrirsagnir til að byrja með, en eins og við vitum er það nóg fyrir flesta Íslendinga til að mynda sér skoðun. Og henni verður vitanlega ekki breytt.

Stundum skammast ég mín fyrir þjóð mína.


Gólan

Ekki yrði ég hissa þótt Ísraelsmenn hefðu sjálfir staðið á bak við árásina á múslimabæinn í Gólanhæðum til að reyna að klína sök á skæruliða og draga athygli heimsins frá voðaverkum sínum á Gaza.

Eins og við vitum er líf múslima einskis virði í þeirra augum.


Menn?

Orðið "maður" á í vök að verjast, eins og ýmsir hafa bent á. RUV gengur á undan með slæmu fordæmi.

Sumir, t.d. nýi biskupinn, virðast nota "manneskja" í staðinn fyrir manninn.

Af hverju er kvenkynsorðið manneskja skárra en karlkynsorðið maður? Spyr sá sem ekki veit. Eru einhverjir öfgafemínistar á kreiki?

Vonandi grípa einhverjir í taumana.


Jamm og já

Ég er enginn sérstakur aðdáandi Bjarna Ben og hef ekki kosið flokk hans lengi. En aulaleg þykir mér herferðin gegn honum. Flokkurinn fékk allgott fylgi í síðustu kosningum og maðurinn hefur því umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. Skoðanakannanir skipta engu. Þannig er það bara, hvort sem fólki líkar betur eða verr.


Kjánahrollur

Öll þessi framboð til embættis forseta eru alger farsi. Verst að hann skuli ekki vera vitund fyndinn.


Ernir Leví

Jæja, þá hefur afastrákurinn, sem fæddist þann 6. janúar, fengið nafn. Hann var skírður í Glerárkirkju sunnudaginn 25. febrúar og fékk nafnið Ernir Leví. Afi er ánægður með það. Langamma piltsins og föðursystir heita Erna og langafinn hinum megin hét Örn. Vel til fundið. Þessi elsku ljúfur er yndislegur og ég hlakka til að spilla honum af eftirlæti...


Hræsni Þjóðverja og fleiri

Engan skyldi undra þótt þýska stjórnin taki eindregna afstöðu með Satanjahú og Ísrahel gegn Palestínumönnum.

Þjóðverjar hafa löngum haft yndi af þjóðarmorðum. Þeir stunduðu þau í Namibíu fyrir 120 árum og aftur í seinni heimsstyrjöldinni. Útrýming er heillandi í þeirra augum.

Bretar og Bandaríkjamenn styðja Ísrahel líka. Er það skrýtið? Bretar eru enn fúlir yfir því að vera ekki lengur heimsveldi og geta ekki lengur kúgað "óæðri" þjóðir til hlýðni. Hvítir menn frömdu þjóðarmorð á frumbyggjum Norður-Ameríku og skikkuðu þá sem eftir lifðu til að hírast á hrjóstrugum "verndarsvæðum".

Hver getur tekið mark á friðarkjaftæði svona fólks?

Palestína lifi.

 


Afi

Nú er ég orðinn afi. Mikið verður gaman að fá barn í fangið sem hægt er að spilla og skila svo til foreldranna þegar eitthvað fer úrskeiðis ;) Já, það verður gaman í afahlutverkinu!


Gamalt smástirni kvakar

Ísrahelskt smástirni sem enginn man eftir hefur kveðið upp stóradóm yfir Islendingum og sagt þeim að fara norður og niður. Þvílíkur tussusnúður. Megi þeir Benjamín Netanhitler brenna í víti. Og hananú.


Nú er það svart

Ekki blæs byrlega þessa dagana fyrir uppáhaldslækni allra landsmanna, honum Barka-Tómasi. Hann ætti kannski að halda sig til hlés á næstunni. Þó efast ég einhvern veginn um að hann hafi vit á því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband