Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2023 | 16:46
Orðsnilld Íslendinga
Enn og aftur blöskrar mér hvað fólk sér að skrifa í athugasemdum við færslur á Facebook og víðar. Menn verða bara gjörsamlega hömlulausir. Til hvaða ráða væri hægt að grípa?
6.9.2023 | 15:46
Sameining og rútur
Það skemmtilegasta við umræður um sameiningu VMA og VMA eru viðbrögð nokkurra fyrrverandi nemenda MA, sem eru hreinlega að rifna úr hroka og vandlætingu. Þessi viðbrögð einkenna einnig suma núverandi nemendur, sem verða reyndar löngu búnir í skólanum ef/þegar sameiningin verður að veruleika. Er stóra rútumálið ekki nóg handa þessum blessuðum unglingum?
15.8.2023 | 23:34
Sunnusvör?
Hvers vegna krefur enginn Siðareglu-Sunnu um það sem hún vill gera í málefnum útlendinga sem mega ekki vera hér á landi lengur? Er nóg að vera á móti? Hvaða sérréttindi eru það?
7.8.2023 | 22:36
Breytingar
Allt er breytingum háð. Nú er svo komið að verkefnastaða mín mun breytast allverulega frá 1. október. Ég gæti m.a.s. neyðst til að flytjast heim.
Ef einhver veit um starf við mitt hæfi eða litla stúdíóíbúð á sanngjörnu verði (einhvers staðar á landinu) má sá hinn sami gjarnan hafa samband við mig.
Megið þið næðis njóta.
14.7.2023 | 08:04
Nýtt hlutverk
Ég verð afi í fyrsta skipti eftir nokkra mánuði. Það verður skemmtilegt og spennandi!
Ég minnist skiltis sem hékk á vegg í forstofunni hjá rosknum sæmdarhjónum. Á því stóð: "Hér búa amma og afi. Hér gilda allt aðrar reglur".
Ætli það verði ekki þannig hjá mér? Best gæti ég trúað því.
29.6.2023 | 22:27
Bankinn
Og að sjálfsögðu hefur enginn hærra um Íslandsbankamálið en Siðareglu-Sunna. Hefur konan enga sómatilfinningu?
15.5.2023 | 22:45
Allt er betra...
Finnar hefðu unnið Evróvisjon ef símakostningin hefði verið látin gilda (sem væri bara eðlilegt).
Undarlegast við keppnina í ár er þó gott gengi "Ísraels". Hörmulegt lag, hræðilegir flytjendur.
Pólverjar voru góðir. Bretar líka.
27.4.2023 | 23:33
ESB
Ég veit ekki um neina þjóð sem ætti betur heima í Evrópusambandinu en Íslendingar. En tittlingaskíturinn lifir.
21.3.2023 | 20:21
Til sögusmettu frá svörtum sauði
Frænka mín er feit og ljót,
fer með bull og lygi.
Vildi ég að skepna skjót
skiti á hana og migi.
16.3.2023 | 00:14
Mörg foreldrar
Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld þótti við hæfi að til orðsins "foreldrar" væri vísað sem hvorugkynsorðs.
"Mörg foreldrar". Í alvöru?
Hvern nefði grunað að RÚV yrði óvinur íslenskunnar númer eitt?