Góða fólkið í Þýskalandi

Blessað góða fólkið í ríkisstjórn Þýskalands, þjakað af samviskubiti, sektarkennd og skömm vegna þess sem gerðist í því landi fyrir 80 árum (löngu áður en góða fólkið fæddist), reynir nú að lina sársauka sinn með því að kaupa þungavopn frá aðskilnaðarríkinu "Ísrael". Manni getur nú blöskrað. Á tímabili í vetur var ekki hægt að fá kartöflur í Norðurrín-Vestfalíu nema frá "Ísrael". Kartöflur? Whatever will they think of next? Ég lét mér að sjálfsögðu nægja hrísgrjón á meðan þetta gekk yfir.

Ég vona að þýska stjórnin hafi nú friðað samviskuna, þótt ég efist um að ríkisstjórn "Ísraels" með glæpamanninn Netanjahú í fylkingarbrjósti muni nokkurn tíma gefa henni frið til þess.

Og svo botna menn ekkert í uppgangi róttæklinga á hægri vænngnum í þessu landi!

Í matarboði nokkru um daginn barst talið að hinum ýmsu löndum í heiminum og ég var m.a. spurður að því hvaða lönd ég vildi síst heimsækja. Þegar ég nefndi Sádí-Arabíu kinkaði fólk kolli. Þegar ég nefndi "Ísrael" sló þögn á mannskapinn. Var þó enginn viðstaddra gyðingatrúar, svo ég viti.

Ég hef ekkert á móti gyðingum, en hef hins vegar andstyggð á ofbeldi og mikilmennskubrjálæði. Nú bíð ég samt spenntur eftir því að þýska pólitíið ryðjist inn hjá mér og handtaki mig fyrir "gyðingahatur". Slík er vitleysan hér.


Bloggfærslur 29. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband