Gleypa hráar, ekki gleyma

Í síðustu færslu ætlaði ég að segja "gleypa hráar," ekki "gleyma hráar" - sem væri reyndar stundum betra!


Tilhæfulausar ásakanir

Hvað veldur því að fólk sakar aðra um óhæfuverk sem þeir eru fullkomlega saklausir af en liggja e.t.v. vel við höggi af ýmsum ástæðum og henta vel sem blórabögglar? Verknað sem þeir hafa jafnvel ekki haft nein tök á því að fremja? Liggur athyglisþörf að baki? Geðrænir kvillar? Siðblinda? Þrýstingur frá óvinveittu fólki? Og hvers vegna eru sumir sálfræðingar og jafnvel geðlæknar svo auðtrúa og einfaldir að þeir gleyma frásagnir þessa fólks hráar? Tilhæfulausum ásökunum er erfitt að verjast fyrr en kæra hefur verið lögð fram og jafnvel þá reynist mönnum erfitt að hrekja fullyrðingarnar. Aðferð heigulsins er að láta gróusögurnar ganga án þess að leggja fram kæru. Því miður er hún alltof oft notuð. Hvers vegna í ósköpunum gerir fólk þvílíkt og annað eins? Hvaða hvatir liggja að baki? Spyr sá sem ekki veit.


Bloggfærslur 10. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband