Engin framsókn í skipulags- og samgöngumálum á Akureyri?

Illa líst mér á úrslitin í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Smölun KA-manna hefur greinilega gengið vel og skilað sér því að í efstu sætin raða sér gallharðir KA-menn. Það er svo sem gott og blessað og allt er þetta indælisfólk nema hvað lítil von verður til þess að hagrætt verði í rekstri íþróttafélaga á næstunni þannig að þau verði sameinuð eða að hætt verði að ausa fé í uppbyggingu fullkominnar fótboltaaðstöðu á mörgum stöðum í bænum.

Enn verra er þó að innvígðir og innmúraðir KA-menn eru yfirleitt svarnir andstæðingar Dalsbrautar og þar með andvígir nauðsynlegum framförum í skipulags- og samgöngumálum í bænum. Dalsbraut er Naustahverfi t.d. lífsnauðsynleg. Ljóst er að sem íbúi í Naustahverfi og áhugamaður um skynsamlega notkun útsvarstekna mun ég hafa af því talsverðar áhyggjur ef framsóknarmenn komast til áhrifa í bænum á ný.

Vonandi eru þær áhyggjur óþarfar og tekið skal fram að sá sem þetta ritar er ekki Þórsari og hefur engar taugar til þess félags fremur en KA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband