Götuheiti

Götuheiti eru aftur að verða skemmtileg. Í gamla daga var til sægur af skondnum og skrýtnum götuheitum, til dæmis Helgamagrastræti og Köllunarklettsvegur, Krabbastígur og Karlagata, Hornbrekkuvegur og Karlsrauðatorg, Kaplaskjólsvegur og Traðarkotssund.  Þetta voru mergjuð heiti og hljómmikil en svo hallaði undan fæti. Við tóku Vallargerði og Víðigrund, Fannafold og Fagrabrekka, og fleiri nöfn sem hljómuðu raunar ágætlega en voru bara eitthvað svo venjuleg.

Nú árar betur á ný. Á Akureyri eru götur nú nefndar eftir hrossum og hægt að kaupa sér íbúð í Sóma- eða Þrumutúni. Þar er líka verið að leggja götuna Krókeyrarnöf, sem er ári kjarngott nafn. Í Reykjavík eru Gvendargeisli, Kristnibraut, Silungakvísl og Fjallkonuvegur. Einhvers staðar er til Martröð og annars staðar Frumskógar. Svona eiga götuheiti að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mínar götur eru: Leifsgata, Skeggjagata, Hjarðarhagi, Einarsnes, Hólmagrund, Raftahlíð, Víðimýri, Grenihlíð, Skagfirðingabraut, Furulundur og Spítalavegur

Sigurjón Þórðarson, 13.4.2007 kl. 17:26

2 identicon

Álfkonuhvarf og Mururimi eru alltaf í uppáhaldi hjá mér.... var ekki gata fyrir norðan sem hét gránufélagsgata ef mig minnir rétt?

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:15

3 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Segðu.....

Hvað um Gilsbakkaveginn....nú eða Einbúablá á Egilsstöðum? Vildi nú nota tækifærið Helgi og segja þér hvað ég nýt þess að hlusta á þig á miðvikudagsmorgnum þá sjaldan ég get fyrir vinnu. Finnst ég ýmist komin í Dynheima eða Sjallann á ýmsum áratugum og þá er mikið sungið í mínu eldhúsi. Takk takk og kveðjur norður!

Inga Dagný 

Inga Dagný Eydal, 13.4.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Helgi Már Barðason

Þakka þér fyrir, Inga mín... gott er að eiga svona konur að! Vildi bara að ég fengi oftar að heyra þig syngja! Og jú, Gestur frændi, Gránufélagsgatan lifir góðu lífi og hefur húsnúmerakerfi sem er jafn einkennilegt og götuheitið. Og af því að þú ert nú úr Mosó, þá finnst mér Langitangi alltaf skemmtilegt nafn... kannski af því að það minnir mig á lagið skondna um hann Langamanga Svangamangason!

Helgi Már Barðason, 13.4.2007 kl. 22:12

5 identicon

Í Keflavík er til gata sem heitir Frekjan. Æðislegt!

heida (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 18:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband