Edrú

Jæja. Í dag eru liðin 15 ár síðan ég drakk síðast áfengi. Ég man reyndar ekki hvort það gerðist nákvæmlega þennan dag eða ekki, en ég miða við hann. Þetta er afmælisdagur föðursystur minnar, sem ég hélt mikið upp á, og því ágætur viðmiðunardagur. Skömmu síðar fór ég í meðferð, sem ég bý enn að.

Mikill happadagur. Verst að ég skuli ekki geta kennt áfenginu um ýmislegt sem miður hefur farið í lífi mínu síðan þá. En upp úr stendur að ég er edrú. Og góðu dagarnir hafa verið miklu fleiri en þeir slæmu. Hefði ég haldið áfram að drekka væri ég án efa steindauður fyrir löngu.

Og af því að það virðist vera í tísku að úthúða AA-samtökunum þessa dagana vil ég taka fram að ég er sannfærður um að án hjálpar þeirra hefði ég ekki haldist allsgáður. Þau verðskulda mínar bestu þakkir - og sömuleiðis náunginn á efstu hæðinni, sem ég kýs að kalla Guð. Það er líka í tísku að tala illa um Hann, en án Hans hefði þetta aldrei tekist hjá mér. Þannig er það bara.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband