9.7.2017 | 20:19
Rok
Það má alltaf treysta því að þegar vindurinn er ekki að hrella Íslendinga þyrli þeir upp moldviðri með því að búa til storm í vatnsglasi. Hvenær ætlum við að hætta að lesa bara fyrirsagnirnar, hrópa upp yfir okkur af hneykslun (hvort sem við höfum efni á því eða ekki) og mynda okkur skoðun í hvelli, sem síðan stendur óhögguð hvað sem tautar og raular? Öll "umræða" í þessu kjánalandi er í formi upphrópana. Mikið erum við leiðinleg þjóð.