Lýðskrum og hvatvísi

Grein Láru Magnúsardóttur sagnfræðings um sögu úrræðisins uppreistar æru í Fréttablaðinu og á Vísi er allrar athygli verð. Sömuleiðis umfjöllun Arnars Þórs Jónssonar lögfræðings um lýðskrum, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hvatvísin og hugsunarleysið eru Íslendings eðlið og þingmenn þar ekki undanskildir, því miður. Til allrar hamingju er til fólk sem þorir að hafa sína skoðun og rökstyðja hana, þó að hún megi sín lítils þegar múgurinn þyrlar upp moldviðri og lætur svo ófriðlega að framkvæmda- og löggjafarvaldið sér sitt óvænna.

Hæst glymur í tómri tunnu.

Stórforstjórar og auðjöfrar, sem ollu mörgum Íslendingum miklu fjárhagstjóni á sínum tíma en eru nú landsins mestu besservisserar og hreykja sér hátt, eru hins vegar ekki góð skemmtun.

Sú tunna er býsna tómleg líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband