Í röngum rekstri?

Kristján Loftsson er maður fylginn sér og skeytir ekki um almenningsálitið, ólíkt flestum Íslendingum.

Væri ekki tilvalið að reyna að fá hann til að veiða einhverja skaðvalda, fremur en hvali sem skila litlu í þjóðarbúið en skaða ferðaþjónustuna og orðspor Íslendinga meðal annarra hræsnara heimsins?

Mér dettur í hug að Kristján væri tilvalinn náungi til að stemma stigu við spánarsnigli, skógarkerfli, lúsmýi, veggjalús, geitungum og öðrum fyrirbærum sem eru okkur almennt til óþurftar og gera lítið gagn.

Hann gæti kannski fækkað faríseunum í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband