Leikhús og tónleikar

Ég skrapp í leikhús í Lundúnum um helgina og þótt fyrr hefði verið. Sá tvö leikrit. Mæli með "The Height of the Storm" eftir Florian Zeller, þar sem gömlu kempurnar Eileen Atkins og Jonathan Pryce fara á kostum í margræðu og lágstemmdu verki, en var ekki hrifinn af "True West" eftir Sam Shepard. Ef til vill er verkið ekki eins gott og mig minnti (ég las það endur fyrir löngu), en uppfærslan heillaði mig að minnsta kosti ekki. Ég fór líka á tvenna tónleika, Billy Ocean í Cardiff og Monty Alexander í Lundúnum. Báðir eru frá Vestur-Indíum. Báðir fluttu "No Woman No Cry". Ocean stóð fyrir sínu, en djasspíanistinn Alexander, sem ég þekkti ekkert til áður, er hreinræktaður snillingur - og meðspilararnir líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband