Hið svokallaða skaup

Skaupið, já. Mín skoðun: Það var svo ófyndið að ég gat ekki annað en hlegið eftir á. En svo fór ég að hugsa. Líklega er þetta skaup alveg eins og Íslendingar eru nú á dögum, að minnsta kosti sá háværi minnihlutahópur sem lætur að sér kveða á netinu og eys drullu og hroða yfir hvern sem vera skal (gjarnan nafnlaust), kýs lögbrjót mannveru ársins (af því að tilgangurinn helgar meðalið), heimtar meira rafmagn en vill ekki virkjanir, krefst þess að fá allt ókeypis frá útlöndum en vill ekkert láta í staðinn, krefst þess að fólk velji íslenskt þótt það hafi ekki efni á því, öfundar alla sem hafa það skárra en hann, en brennir samt tugþúsundum króna á gamlárskvöld (dýravernd hvað?), grenjar yfir öllum sköpuðum hlutum daginn út og inn, og svo framvegis. Skaupið var eins og Íslendingar. Frekt, fullt af gremju, skinheilagt, yfirgengilegt, leiðinlegt, ósmekklegt, þreytandi, hávært, dónalegt, ruddafengið, skítlegt og fullt af upphrópunum, en innihaldsrýrt. Með öðrum orðum afskaplega sorglegt - alveg eins og við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af mörgu sorglega lélegu var innslag stæstu athyglishóra meðal samkynhneigðra sem gáfu beint í skyn að takamarkanir erð bann við blóðgjöf homma væri einhverskonar opinberir fordómar gegn samkynhneigðum. Líkast til eru eðlilegri og nærtækari skýringar á þessu.

Að þetta ætti eitthvað skylt við fyndni er mér hulið, en kannski átti dauði sjúklingsins að gefa þessu kómedískt yfirbragð. Smekkleysan botnlaus.

Menn fundu jú lika skemmtanagildi og húmor í nauðgunum og misnotkun liðins árs, sem var skrifað á skemmtilega og skrítna dónakalla. Líklega ekki pláss til að gera sjálfsvígum ungmenna skil í litlum skets líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2019 kl. 00:12

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er það ekki frekar langt seilst að líkja öllum íslendingum við þennan blessaða háværa minnihluta sem er í fjölmiðlum daglega að standa í þessum lýsingum þínum.

Ég er ekki að sjá þetta fólk í mínu daglegu stússi..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.1.2019 kl. 14:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband