22.11.2019 | 17:30
Hóf
Ég verð að játa að þrátt fyrir þetta venjulega offors og djöfulgang í nokkrum háværum þingmönnum og fleirum sem hafa gaman af athygli er ég dálítið stoltur af því hversu margir landar mínir vilja nálgast Samherjamálið af hófsemd og bíða með að kveða upp dóma þangað til öll kurl eru komin til grafar.
Guð láti gott á vita.
Yfirleitt er það nú svo, hugsa ég, að meirihluti fólks vill bíða og sjá hvað setur áður en það dæmir einhvern sekan. Það þorir bara ekki að minnast á það opinberlega vegna þess hvað ofstopafólkið hefur hátt og fer mikinn.
Hóf er best í öllu. Það er nú bara svo.