6.8.2020 | 07:53
Bugsy Malone, Midnight Express og Commitments
Látinn er breski kvikmyndaleikstjórinn Sir Alan Parker. Það hefur farið furðu hljótt. Hvergi sá ég þessa getið í íslenskum fjölmiðlum, en einn þeirra skýrði hins vegar frá andláti leikarans Wilfords Brimley um svipað leyti.
Brimley var frábær leikari en Parker var líka frábær leikstjóri. Eftir hann liggja margar eftirminnilegar bíómyndir.
Var hann í einhvers konar ónáð? Af hverju er lár hans ekki fréttnæmt? Hví minnast íslenskir kvikmyndafræðingar hans ekki?
Spyr sá sem ekki veit.