27.12.2022 | 23:42
Góði maðurinn
Ég var farinn að halda að vikan myndi líða án þess að nokkur eymingi eða fórnarlamb færi að væla undan óréttlæti heimsins í fjölmiðlum, en þá kom ríkisbubbi nokkur til bjargar, maður sem hefur verið mjög upptekinn af því upp á síðkastið að sýna okkur meðaljónunum hvað hann er rosalega góður gaur.
Þegar menn hafa úr milljónum og jafnvel milljörðum króna sð apils á hverjum degi og halda að þeir geti mótað skoðanir alls almennings fatast þeim stundum flugið. Ég vona að þannig fari fyrir þessum manni. Við eigum að beina athyglinni að þeim sem minna mega sín, ekki þeim heimsku sem hreykja sér hátt vegna þess hvað þeir eru "góðir".