16.9.2023 | 21:19
Konan sem breytti Júróvisjón
Árlega minnir Páll Óskar okkur á að hann hafi "breytt Eurovision". Líklega hefur honum þótt keppnin heldur geld og óspennandi fram að því.
Sannleikurinn er þó sá að Páll Óskar breytti engu. Hann fékk núll stig og vakti litla jákvæða athygli, nema þá í þr0ngum hópi samkynhneigðra.
ABBA var atriðið sem breytti keppninni. Og viðlíka umskipti áttu sér ekki stað á ný fyrr en gvadalúpíska söngkonan Joëlle Ursull söng White and Black Blues fyrir hönd Frakklands og kom með ferskan og hressilegan andblæ inn i löngu staðnaða keppni.
Páll Óskar vill hlut sinn eflaust sem mestan, en satt að segja var hann ósköp lítill. Páll vakti litla athygli á sínum tíma og enn minni hrifningu.
En eins oft síðan gleyptu íslenskir fjölmiðlar gagnrýnislaust við sjálfhælnum fullyrðingum athyglissækins fólks.