5.6.2007 | 18:30
Kjós
Bráðsnjallir þóttu mér yfirmenn álversins á Grundartanga að velja nýjan forstjóra með ættarnafnið Kjos. Ég er ekki í nokkrum vafa um að David Kjos á eftir að kunna vel við sig við Hvalfjörðinn, enda Kjósin handan fjarðar, sú fagra sveit. Honum verður áreiðanlega vel tekið, nema hrepparígurinn sé þeim mun meiri á þessum slóðum. Nú legg ég til að aðrar álversstjórnir hugsi sinn gang, láti núverandi forstjóra fjúka og finni fólk með viðeigandi ættarnöfn til að gegna forstjórastöðum. Er ekki til einhver góður og sprenglærður Mr. Midness sem stýrt gæti fyrirhuguðu álveri í Helguvík? Reyðfirðingar gætu fengið Mrs. Eastfjord, Húsvíkingar Mr. Lundey og Hafnfirðingar yrðu ábyggilega sáttir við Barböru Chapel.
Bill Dale væri líka upplagður í forstjóradjobbið í kalkþörungaverksmiðjunni við Arnarfjörð...