Regn

EyjafjLoksins kom rigningin. Í júní rigndi svo lítið á Akureyri að það mældist varla og í dag, 5. júlí, helltist vætan loks yfir okkur. Óskaplega gott. Gróður var orðinn þurr og sums staðar mjög illa farinn, t.d. þar sem jarðvegur er rýr. Ég vona að það rigni hraustlega næsta sólahringinn eða svo, en síðan láti blessuð sólin á sér kræla. Hún hefur verið sjaldséð að undanförnu þó að veðrið hafi í rauninni verið afar gott. Skýjað veður en hlýtt er mitt uppáhald. Þá er hægt að gera svo margt - og líka ekki neitt, ef maður kýs!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband