Oft á dag

Í þrjátíu kílómetra hverfi, eins og því sem ég bý í, er það ekki bara daglegt brauð að bílstjórar aki á tvöföldum hámarkshraða, heldur nánast regla fremur en undantekning. Þetta er yfirleitt sama fólkið og það sem ekki nennir að gefa stefnuljós, tekur vinstri beygju eins og það væri að taka hægri beygju, leggur uppi á gangstéttum og virðir ekki hægri rétt.

Ég veit ekki hvað er hægt að gera við svona fólk. Löggan sést aldrei í mínu hverfi og þess vegna held ég að þessir ökumenn sjái enga ástæðu til að fara eftir reglum - gilda þær ekki líka bara fyrir aðra?

Hverfið mitt er nýtt. Það er fullt af börnum. En hvað varðar þessa ökumenn um börn? Umferðarslys eru bara eitthvað sem aðrir lenda í. Það kemur ekkert fyrir mig - og hvað varðar aðra um það þótt ég keyri eftir mínu höfði?


mbl.is Á tvöföldum hámarkshraða í íbúðargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband