25.7.2007 | 21:59
Dylanesque
Var á stöðvaflakki og datt þá inn í nýbyrjaðan þátt í sænska sjónvarpinu um gerð plötunnar Dylanesque, þar sem Bryan Ferry syngur lög og texta eftir Bob Dylan. Megnið af efninu er frá sjöunda áratugnum og Ferry fer misvel með það, eins og gengur, en í heild heyrðíst mér og sýndist framtakið vel heppnað. Sumum þykir sjálfsagt lítið til koma, aðrir eru eflaust stórhrifnir, en ég er þarna einhvers staðar á milli. Um lagavalið má sömuleiðis deila, en Ferry er fínn þegar hann syngur "réttu" lögin.
Virðingin fyrir tónsmíðum og textum Dylans leynir sér ekki, en Ferry leyfir sér að leika sér að þeim og í sumum tilfellum eru útsetningarnar bráðsnjallar. Tónlistarflutningurinn er fyrsta flokks, eins og vænta mátti, enda hefur Bryan Ferry alltaf verið fundvís á gott fólk.
Það getur bara vel verið að ég kaupi diskinn Dylanesque við tækifæri, ef hann fæst á góðu verði. Ég verð að játa að enda þótt verk Dylans séu mörg hver góð hefur mér alltaf þótt karlinn sjálfur heldur leiðinlegur. Verk hans eru betri í flutningi annarra, finnst mér. Og það er bara mín skoðun. Alveg eins og það er mín skoðun að lambakjöt sé ekkert sérstaklega góður matur, hvort sem það er íslenskt eða ekki. Og hananú.
Athugasemdir
hef aðeins heyrt af þessum disk og finnst hann í það minnsta vel áhugaverður. er reyndar nýfarinn að hlusta eitthvað af ráði á dylan sem ég hef ekki alveg fílað i gegnum tíðina, en hann er nú samt snilli kallinn. ferry er það líka þó hvorugur þeirra sé nú allra. fæ mér þennan disk við tækifæri, nokk viss um það.
arnar valgeirsson, 26.7.2007 kl. 01:03
Ég hef nú ekki mikið vit á tónlist en mikið er ég sammála þér með lambakjötið!
Letilufsa, 26.7.2007 kl. 14:39
Ég held að það sé með Dylan eins og alla aðra tónlistamenn að hann er bæði góður og slæmur, eins er það með lambakjötið það er bæði gott og vont, er ég kanski farinn að hljóma eins og framsóknarmaður.
Björn Jónson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 23:54