Sko til

Áðan var hringt í mig frá sjónvarpsstöð og ég beðinn að koma þeim sjónarmiðum á framfæri þar varðandi Eina með öllu sem ég hef lýst hér á blogginu. Ég sagði nei takk. Ekki vegna þess að ég þori ekki að standa með sjálfum mér og lýsa skoðunum mínum í fjölmiðlum. Síður en svo. Ég er sæmilega reyndur fjölmiðlamaður og er alls ekki smeykur við þá. Hins vegar tók ég þá ákvörðun fyrir mörgum árum, áratugum jafnvel, að koma ekki fram í sjónvarpi, hvert sem tilefnið væri. Sú ákvörðun stendur enn. Á þeim árum var ég að vinna hjá útvarpinu og uppgötvaði að það getur verið gott að vera sæmilega þekkt rödd og sæmilega þekkt nafn, en hafa óþekkt andlit! Auk þess koma skoðanir mínar oft fram í persónulegum greinum sem ég skrifa á www.akureyri.net og sá miðill hentar mér ágætlega (og ekki bara vegna þess að ég ritstýri honum!).

Þessu vil ég halda eins lengi og kostur er. Einhverjum þykir ég kannski ekki alveg nógu athyglissjúkur, en það verður þá bara að hafa það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband