Af fylkjum (sem hvergi finnast) og hvölum (sem finnast, sem betur fer)

Sé í sjónvarpsdagskránni auglýsta bíómynd á RÚV í kvöld. Hún heitir "Sunshine State" og þar er án efa átt við Flórída, enda gerast atburðir myndarinnar þar. Hins vegar nefnist myndin í íslenskri þýðingu "Sólskinsfylkið" og sú jafna gengur engan veginn upp. Það eru nefnilega engin fylki í Bandaríkjunum. Þar eru ríki. Þess vegna heitir landið Bandaríkin, en ekki Bandafylkin. Þó kann að vera að í þýðingunni sé vísað til einhvers annars sem tengist myndinni ... ef til vill sést herfylki vappa þar um í sólinni og blíðunni ... Ég bíð spenntur.

Var að horfa á endursýningu á fyrri hluta myndarinnar um búrhvalinn og lífshlaup hans frá árinu 1929. Frábærlega skemmtilegur þáttur og ekki bara dýralífsmynd heldur fræðsluþáttur um veður, jarðfræði, mannkynssögu og ýmislegt fleira í leiðinni. Hefði sannarlega ekki á móti fleiri þáttum af þessu tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband