Söngleysa

Bloggarar fara sumir mikinn í dag og óskapast út í söng og hljóðfæraleik Árna nokkurs Johnsen, sem ég veit svo sem ekki til þess að hafi gefið sig út fyrir að vera neinn sérstakur snillingur. Ég held að maðurinn megi syngja og spila fyrir sitt fólk í Eyjum án þess að verið sé að agnúast út í hann. Enginn er neyddur til að kaupa diskana hans og víða á landinu eru útvarpsstöðvar nægilega margar til að hægt sé að skipta ef hann hljómar í eyrum manna og þeir geta ekki hugsað sér að hlusta á hann.

Á sama tíma er mærður roskinn maður, sem stígur á svið í litlu þorpi austur á landi, rymur hátt og gefur frá sér samsafn óskiljanlegra búkhljóða. Þessi maður heitir Magnús og þykir fínn pappír meðal margra þeirra sem stundum þykjast þess umkomnir að kenna sauðsvörtum almúganum að meta tónlist. Ég hef aldrei skilið hvað það er við þennan mann sem fólki þykir merkilegt. Við lestur texta Megasar hefur mér t.d. sýnst snilld þeirra stórlega ofmetin þó að sumir séu vissulega góðir. Lagasmiður er hann fínn, en hann á ekki að syngja. Ég er bara svo skrítinn að ég geri þá kröfu til söngvara að a) þeir hafi einhverja rödd og b) það skiljist hvað þeir eru að segja.

Þess vegna kann ég ekki að meta Megas. Nema þegar hann semur tónlist fyrir aðra. Músikin hans í leikritinu hans Þorvalds, Lífið - notkunarreglur, var til dæmis fín. En þetta er bara mín skoðun og hana ætla ég að fá að hafa. Og hananú. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Alveg sammála. Hef aldrei skilið þessa aðdáun sem Megast fær. Þetta er einhverskonar snobb og þykir fínt að hafa hann í uppáhaldi.

Halla Rut , 6.8.2007 kl. 22:38

2 identicon

Sammála Helgi, fólk ætti ekki að vera að dissa Árna greyið, dissum heldur Megas, fólk er nefni lega neitt til að kaupa diskana hans og getur ekki skipt um stöð eða slökkt á útvarpinu þegar hann hljómar.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Helv... var þetta gott skot á mig, félagi! Annars er ég svo sem ekkert að dissa Megas karlinn, ég botna bara ekkert í vinsældum hans. En svona til fróðleiks þá á ég hvorki disk með Megasi né Árna og ég hlusta oftast bara á Rás 1, þar sem maður er nokkurn veginn óhultur fyrir þeim báðum, svona yfirleitt...

Helgi Már Barðason, 9.8.2007 kl. 22:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband