11.10.2007 | 17:25
Glaður
Mikið er ég glaður yfir því að borgarpólitíkin í henni Reykjavík skuli ekki koma mér við. Ég bý ekki þar og kaus ekki þar og þess vegna kemur mér ekkert við hver er borgarstjóri eða hvaða flokkar ráða ríkjum. En ef ég byggi þar myndi ég ekki vanda framsóknarmönnum kveðjurnar. Ætli þetta sé ekki bara lúaleg hefnd fyrir meint svik sjálfstæðismanna eftir síðustu þingkosningar? Það mætti segja mér að Guðni væri ekki búinn að fyrirgefa neitt, enda áreiðanlega afkomandi Guðrúnar Ósvífursdóttur. Gangi Birni Inga vel í þessu fjölflokksbrotasamstarfi. Ég er viss um að enda þótt sjálfstæðismenn séu áreiðanlega súrir yfir að hafa misst völdin í borginni séu þeir a.m.k. himinlifandi yfir að þurfa ekki að dansa eftir dyntum Björns Inga lengur.
Ég spái þessum nýja meirihluta ekki langra lífdaga. Og ég held að nýi borgarstjórinn sé lítið annað en masið. En, eins og ég segi, málið kemur mér ekki við ...