16.10.2007 | 20:16
Fáar betri
Kirsten Dunst er afbragðsleikkona og hefur líka það sem næstmestu máli skiptir: há kinnbein! Ég get vel séð Dunst fyrir mér í hlutverkinu, enda Debbie e.t.v. orðin fullroskin til að leika sjálfa sig á yngri árum.
Deborah Harry er reyndar nokkuð afkastamikil leikkona og var t.d. óborganleg í gömlu útgáfunni af Hairspray um árið. Nú leikur hún gjarnan ömmur ... og ferst það vel úr hendi.
Þegar þetta er skrifað er nýjasta lag kerlu, Two Times Blue, á spilaranum hérna til vinstri. Það er af nýju sólóplötunni hennar, sem fengið hefur misgóða dóma.
Kirsten Dunst leikur Debbie Harry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar maður hugsar um það þá eru þær nú ekkert svo rosalega ólíkar!
Huld S. Ringsted, 16.10.2007 kl. 20:22