Strætósex

smabusNýtt leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar var tekið í notkun í gærmorgun. Örlögin hafa hagað því svo að ég hef óvenjulítið notað vagnana þessa tvo fyrstu daga nýja kerfisins, en mér sýnist það hafa ýmsa kosti fram yfir það gamla. Búast má við einhverjum hnökrum fyrstu dagana og það kemur sjálfsagt ekki í ljós fyrr en eftir fáeinar vikur hvernig kerfið virkar.

Þegar ný leiðabók var borin í hús fyrir nokkrum dögum vakti það athygli mína að leiðirnar eru sex talsins, en bera númerin 1, 2, 3, 4, 5 og 7. Það er sem sagt engin leið 6. Ég velti fyrir mér hverju þetta sætti og hef nú eftir áreiðanlegum heimildum að svarið sé einfalt: Einhverjum gæti þótt það dónalegt að boðið sé upp á sex.

Ekki veit ég hverjir óttast að leið 6 gæti þótt dónalegt heiti og mæla því fyrir um að hlaupið skuli yfir tölustafinn þann. Ekki veit ég heldur hverjum ætti að þykja það dónalegt að ferðast með leið 6. Hitt veit ég að hér er komið efni í ári góðan skets handa Spaugstofunni eða öðrum ámóta þjóðarklámhundum sem kunna með sex að fara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband