14.11.2007 | 17:17
Jónas
Það á aldeilis að reyna að kaffæra mann í Jónasi Hallgrímssyni um helgina. Jónas var vissulega merkilegt skáld og náttúrufræðingur og ýmislegt fleira og íslensk tunga á honum eflaust mikið að þakka en þýðir það endilega að hver einasti kjaftur þurfi að finna upp á einhverju til að minnast hans? Sjálfum finnst mér nóg að ammellisdagur hans skuli hafa verið valinn sem dagur íslenskrar tungu og það liggur við að þessar blysfarir, dagskrár, geisladiskaútgáfur og guðmávitahvað í minningu karls þessa dagana séu heldur mikið Hraun í Öxnadal fyrir minn smekk ... en ég er nú líka svo skrítinn.
Athugasemdir
Nógu mikið Hraun var nú að læra Gunnarshólma i gamla daga, þó maður fari nú ekki að minnast þessarar fillibyttu.. nei nei, Jónas á margt gott skylið, en öllu má ofgera.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:03