Erfitt

Þetta mál er erfitt viðureignar en auðvelt að sjá á því báðar hliðar. Ég veit ekki um neina aðra "vöru" sem leyfilegt yrði að bjóða til sölu en bannað og refsivert að kaupa. Þá er ég að tala um gamalgróna þjónustu gleðitækna en ekki skipulagt mansal, sem mér finnst allt annar hlutur og viðbjóðslegur, en kannski er það rétt að orðið sé erfitt að skilja á milli nú á dögum. Gamaldags vændi hefur oft verið nefnt elsta atvinnugrein mannkynsins og einhver kallaði mansalið nýjustu stóriðjuna. Ég er ekki hrifinn af vændi, enda eins afleitur kúnni og þeir geta orðið, en mansal er hrein og klár viðurstyggð. Ég er sannfærður um að hér þarf að stíga varlega til jarðar og að það verður verulegt vandaverk að setja löggjöf um þessi mál sem flestir geta sæmilega við unað.
mbl.is Ábyrgð á hendur kaupanda vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband