23.11.2007 | 08:28
Einn voða leiðinlegur
Ég samgleðst forsetadótturinni og manni hennar innilega, það er alltaf gaman að eignast barn, en er þetta frétt? Á þetta erindi í fjölmiðla? Með fullri virðingu fyrir þessu góða fólki get ég ekki séð að sú sé raunin. Góð vinkona mín eignaðist stúlku fyrir nokkrum vikum og ekki kom það í blöðunum. Og ég fór til læknis í gær, það kom ekki í fjölmiðlum heldur ...
Dóttir forsetans eignaðist dreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er löngu vitað að það er ekki það sama......Jón og Séra Jón.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.11.2007 kl. 10:45
Það að þú sért að blogga um þetta sýnir að fréttin hafi vakið athygli. Það er markmiðið. Auðvitað er það frétt ef forseti Íslands eignast barnabarn. Hann er opinber persóna, annað en þú og vinkona þín.
Einar (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:25
Svona "frétt" er sossum ágæt í rauninni og hefur áreiðanlega dálítið skemmtigildi í gúrkutíð. Ekki veitir af góðum tíðindum í hörðum heimi. En af hverju er það auðvitað frétt ef forseti Íslands eignast barnabarn? Hann er vissulega opinber persóna, en þarna var hann ekki að aðhafast neitt. Ekki man ég til þess að barnabörn Kristjáns Eldjárns eða hafi verið mikið í fréttum þegar þau komu í heiminn. Og um barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur veit ég ekkert, eigi hún einhver. En kannski hef ég ekki fylgst nógu vel með. Ég skil ekki enn af hverju það er talið nauðsynlegt að við, sauðsvartur almúginn, fylgjumst með barneignum afkomenda opinberra persóna. Kannski er það af því að við eigum engan kóng en langar obbosla í einn solleis? Spyr sá sem ekki veit.
Helgi Már Barðason, 23.11.2007 kl. 18:59