Nektarmyndir

Ekkert botna ég í þessari tísku sem enn tröllríður íslenskum heimilum: að hafa þar sem allra fæst. Ég horfi nú ekki oft á Innlit - útlit og aðra ámóta þætti, en var að fletta blöðum á biðstofu um daginn þar sem mikið var fjallað um innréttingar og lifnaðarhætti. Það var eiginlega sama hvaðan myndirnar voru - það var varla nokkur skapaður hlutur á gólfum og veggjum fólks. Tveir kantaðir stólar, kantaður smásófi og lítið borð auk eins málverks á vegg og kannski eins blómavasa eða ofurlítils listaverks af einhverju tagi  - svona var nú stofustássið. Hefur áreiðanlega kostað nokkur verkamannaárslaun, en ámóta líflegt og í vörugeymslu á sunnudegi.

Svo var arinn nokkuð víða - fyrirbæri sem við hér á Íslandi höfum nákvæmlega ekkert við að gera. Hvergi var hins vegar bók að sjá og plöntur ekki margar.

Er fólk virkilega ekki að verða þreytt á þessari naumhyggju, eða hvað þessi kuldalega tíska nú kallast? Mikið vona ég að það fari senn að komast í tísku að híbýli manna líti þannig út að þar búi einhver. Að hlýleikinn fari að streyma um vistarverur okkar - jafnvel þótt hlýleikanum fylgi eitthvert ryk og ofurlítil ló.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

veit ekki hvort þetta er raunveruleikinn. hins vegar er alltaf allt ótrúlega snyrtilegt bæði í innlit-útlit og á öllum svona myndum, vantar ekki.

sammála með að það má vera hlýlegt. sjálfur er ég aðdáandi lita og vildi helst hafa heima hjá mér eins og á mexikönsku heimili... sumum finnst reyndar nóg um. en það er þeirra mál!

arnar valgeirsson, 25.11.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Hjartanlega sammála þér ? Þreytandi hún naumhyggja.

Eyjólfur Sturlaugsson, 1.12.2007 kl. 22:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband