Ekkjan

Jæja, þá er hún komin í mitt hús, Ekkjan sem ég barðist við í allt sumar og haust. Stundum skobblahatrammlega. Ekkjan sem var að gera mig vitlausa með orðanotkun sinni, nýyrðasmíðum og vangaveltum en hélt mér um leið hugföngnum löngum stundum. Ég lenti oft í vanda með Ekkjuna og er ekki viss um að allir verði fullkomlega sáttir við lausnir mínar á vandamálunum. Það verður að koma í ljós. Ég vandaði mig við lausn Ekkjunnar og mér nægir að vita það.

Ekkjan er sköpunarverk Stebba kóngs, Stephens King. Hún er rúmlega 500 síðna doðrantur sem ég vann við að þýða frá vori til hausts. Krefjandi verk, stundum skelfilegt, oft skemmtilegt. Þetta er þriðja bókin sem ég þýði eftir King og ég er ekki í nokkrum vafa um að viðbrögð manna hérlendis verða jafn misjöfn og ytra. Bókin er nokkuð óvenjuleg og sumum aðdáendum og gagnrýnendum finnst hann hafa náð nýjum hæðum meðan aðrir eru hundfúlir og verulega neikvæðir. En því er Stephen King svo sem vanur. Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum íslenskra lesenda og ekki þætti mér verra að lesendur Moggabloggs yrðu duglegir við að segja mér skoðun sína á Ekkjunni Lisey Landon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þú segir fréttir maður. ekki vissi ég að þú þýddir þetta. sé að þú hefur snarað yfir átta gata buick líka en hún bíður einmitt í hillu hjá mér, ásamt reyndar heilum haug eftir að vera lesin.

ég ætla að lesa ekkjuna en þó varla fyrr en um jólin. búinn með tvær (hrafn jökuls og neistaflug - tracy chevalier)  og er nú með hótel borg, svo er það hliðarspor eftir ágúst borgþór, kóngur norðursins eftir val held ég gunnarsson en ég tek ekkjuna um jólin.... alveg í gegn!

og buickinn strax á nýju ári.

arnar valgeirsson, 27.11.2007 kl. 18:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband