Frida og Jon Lord

Þegar ég las fréttina um að hljómsveitin Whitesnake væri væntanleg til Íslands rifjaðist upp fyrir mér samstarf vinanna Jons Lord og Fridu úr Abba fyrir nokkrum árum. Ég veit ekki hversu langt þetta samstarf varð eða hve umfangsmikið, en sá afrakstur sem ég fann á Jútjúb er býsna forvitnilegur. Ég hafði reyndar heyrt þetta lagafl með Fridu (sem nú er Anni-Frid prinsessa af Reuss von Plauen, eða eitthvað svoleiðis) en vissi ekki fyrr en fyrir skemmstu um hlut Jons Lord.

Þó að Frida hafi borið prinsessutitil síðan 1992 (þá giftist hún gömlum vini sínum af þýskri furstaætt) hefur lífsganga hennar ekki verið þrautalaus og þess vegna hefur lítið borið á henni á síðustu árum og áratugum. Hún missti m.a. mann sinn og dóttur og glímdi við þunglyndi og ýmislegt fleira í kjölfarið. Sjálf segir hún að kynnin við Jon Lord hafi fært birtu inn í líf sitt að nýju og nú njóti hún þess á ný að koma fram og syngja.

Hér er ein afurð þessa sómafólks, sem undirrituðum hefði á árum áður aldrei flogið í hug að ætti eftir að starfa saman.

http://www.youtube.com/watch?v=jzb1rd4_Bc0

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

vissi reyndar ekki af sameiningu þessara afla í tónlistarsögunni og heldur ekki að whitesnake væri að koma. hef einmitt verið að kynna hljómsveitina fyrir sonum mínum sem blessunarlega hlusta mikið á deep purple, led zeppelin, ozzy, uriah heep, iron maiden og svo fullt af íslenskri tónlist líka.

úff hvað maður er hamingjusamur með þetta..... (eminem og 50 cent tímabilum algjörlega lokið sko).

arnar valgeirsson, 1.12.2007 kl. 17:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband