Gamlársheimska

Ég er að hugsa um að láta alla flugelda eiga sig í ár. Í fyrra skaut ég upp nokkrum slíkum og dauðsá eftir því. Þeir voru dýrir og ekkert sérstakir. Flugeldakaup held ég að sé einhver versta peningasóun sem til er. Ég vil heldur fara aðrar leiðir til að styrkja björgunarsveitir, sem vissulega eru nauðsynlegar. Ég kæri mig ekki lengur um að auka slysahættu og valda hávaða- og rykmengun með þessum hætti, auk þess sem af þessum ófögnuði er gríðarlegur sóðaskapur.

Björgunarsveitir hljóta að geta fundið sér aðrar fjáröflunarleiðir. Fyrst Reykjanesbær fann svona glimrandi leið til að nýta mannvirkin á Keflavíkurflugvelli eftir nokkuð skyndilegt brotthvarf varnarliðsins (og fjölgaði íbúum hressilega í leiðinni) hljóta björgunarmenn að geta fundið sér einhverja fjáröflunarleið sem ekki hefur jafn hrikalegar aukaverkanir í för með sér.

Ég skil raunar ekki þetta veður sem Íslendingar gera út af áramótunum. Þau koma einu sinni á ári og eru ekkert merkilegur viðburður. Jólin eru annar handleggur, þá erum við að fagna fæðingu Frelsarans. Að sóa peningum í alls kyns uppfuðranlegt drasl og annan óþarfa á gamlárskvöld er ekkert annað en hreinræktuð, íslensk heimska.

Já, ég veit að ég er neikvæður. En þetta finnst mér nú samt. Og hananú. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bó

Ég gæti ekki verið meira sammála thér. Thetta er einsog talað úr mínum munni, hreinræktuð (samt ótrúlega mikið af thessu púðurdrasli hér í Danmörku), íslensk heimska.

, 30.12.2007 kl. 16:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband