4.1.2008 | 20:25
Loft, leikhús og lag
Mikiđ líst mér vel á loftbílinn sem sagt var frá í fréttum Sjónvarps í kvöld. Ódýr bíll sem gengur fyrir lofti, getur náđ 100 km hrađa og komist um 200 km á lofthleđslunni. Hljómar eins og brandari, en ég hlakka til ađ sjá hvađ úr ţessu verđur. Bíllinn á víst ađ koma á markađinn eftir um ţađ bil ár.
Mér líst ekki eins vel á ţá gjörđ Borgarleikhússtjóra ađ hćtta ađ bjóđa Jóni Viđari Jónssyni á frumsýningar af ţví ađ honum líkar ekki ţađ sem gagnrýnandinn skrifar. Dálítiđ barnalegt, finnst mér, en listamenn eru reyndar margir hverjir viđkvćmar sálir og svolitlar prímadonnur - svona eins og ađţrengdar eiginkonur eđa tískugengiđ í Ugly Betty - og ţola ţví illa neikvćđa gagnrýni. Minna um margt á útvarpsmenn ađ ţessu leyti.
Ég var ađ horfa á Kastljósiđ og hreifst mjög af fallegu lagi sem Einar Valur Scheving og félagar léku ţar. Ég held bara ađ ég verđi ađ reyna ađ útvega mér diskinn. Í ţćttinum var einnig rćtt viđ Árna Egilsson bassaleikara, góđvin föđur Einars Vals. Sá hét Árni Scheving og var gríđarlega flinkur tónlistarmađur. Hann lést nú skömmu fyrir áramót. Blessuđ sé minning hans.