Mannagöng og manngangur

Ekkert botna ég í reykvískum yfirvöldum að vilja grafa göng undir Elliðavoginn. Ég sá alltaf fyrir mér gullfallega, háa brú þarna. En vilji mínir gömlu sveitungar fara svona með skattpeningana sína verða þeir að fá að gera það í friði. Mér finnst göng ljót mannvirki, myrk og illþefjandi en þau eru víða nauðsynleg. Til dæmis á Vestfjörðum. Við Elliðavog hefði verið gráupplagt að reisa brú sem hefði orðið eitt af einkennum Reykjavíkur. En þetta er nú bara mín skoðun.

Við Illugi Jökulsson erum sjaldan sammála. En kannski eigum við fleira sameiginlegt en ég hélt. Las í blaði í dag að hann hefði á sínum tíma haldið með Spasskí. Það gerði ég líka. En hefði Spasskí unnið hefði skáksagan áreiðanlega ekki orðið jafn fjörug síðan og raun varð á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband