28.1.2008 | 08:17
Mengun/sóun
Ekki veit ég hvað ég gekk framhjá mörgum mannlausum, kyrrstæðum bílum í morgun sem höfðu verið ræstir og stóðu svo bara þarna í gangi og sóuðu eldsneyti.
Enginn þeirra var gamall dísilbíll.
Ég skil ekki hvað fólki gengur til. Lítið var um hrím á rúðum í morgun svo að varla er það ástæðan. Ungbörn þola ágætlega kulda, séu þau sæmilega klædd, svo að ekki er það haldbær ástæða heldur. Það er heldur alls ekkert sérstaklega kalt úti núna. Raunar veit ég að það stendur yfir eilíf barátta á sumum leikskólum að fá fólk til að drepa á bílunum meðan það stekkur inn með barnið eða sækir það.
Hvað er að?
Gerir fólk sér ekki grein fyrir hvað það er að gera?
Hvað þarf að koma til svo að heilafrumur okkar Íslendinga hrökkvi í gang?
Og hefur fólk virkilega efni á því að sóa peningunum svona? Getur það ekki eytt þeim í eitthvað skynsamlegra og skemmtilegra?