23.2.2008 | 20:20
Aldrei í Evróvisjón
Spaugstofumenn kyrjuðu gömul evróvisjónlög í alls kyns útgáfum í kvöld, en þó leyndust þar inni á milli lög sem aldrei fóru í keppnina. Eins og margir aðrir virðast Spaugstofumenn á því að lögin Manana með skosku hljómsveitinni Bay City Rollers og How Do You Do með hollenska dúettinum Mouth & Macneal hafi tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Svo var ekki. Þetta sómafólk kom allt fram í íslenska sjónvarpinu á sínum tíma í einhverjum tónlistarskemmtiþætti, en þátturinn sá átti ekkert skylt við Evrópusöngvakeppnina. Ekki man ég betur en strákarnir í Slade hafi sungið og spilað í sama þætti. Þetta hefur líklega verið árið 1972 eða þar um bil og í kjölfarið urðu þessi lög, Manana og How Do You Do, mjög vinsæl hér á landi.
Hér er How Do You Do: www.youtube.com/watch?v=2skBGdyoMkk
Bay City Rollers fóru aldrei í Evróvisjón en það gerðu Mouth og Macneal hins vegar. Það var árið 1974 og lagið hét I See A Star.
Athugasemdir
Góðir fróðleikspunktar þetta.
Steini (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:25