Fréttamat

Merkilegt hvað fréttamat fjölmiðla er misjafnt. Á Stöð 2 var fyrirgefning auðmanns gegn þrjátíu milljón króna fjárútlátum seinheppins sektarlambs aðalfréttin - og drottningarviðtal í kjölfarið - en á þetta var ekki minnst á RÚV, nema það hafi farið framhjá mér - sem vel getur verið.

Miklir öðlingar eru nú annars íslensku auðmennirnir. Reiðubúnir að gleyma og fyrirgefa smælingjunum glópskuna fyrir hálft orð. Glóparnir þurfa aðeins að reiða fram nokkra tugi milljóna og þá er málið úr sögunni.

Megi auðmönnum fjölga sem mest. Þá eygja hinir smáu loksins von um að öðlast eilífa sæluvist ... og er ekki margfalt gjaldþrot ósköp lítið gjald fyrir slíka upphefð og allsherjarfyrirgefningu?

Það hebbði ég nú haldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og bless Helgi

Þar sem ég vinn í þessum fréttageira er mér ljúft að upplýsa að fréttamat stöðvanna er alla jafna frekar keimlíkt. Það veit ég sem fyrrum Rúvari og núverandi fréttamaður Stöðvar 2. Það er frekar að nálgun miðlanna á málin sé frábrugðin.

Dæmið sem þú nefnir um fréttina um Jón Ólafs lýsir ekki mismunandi fréttamati heldur hefur RÚV augljóslega ekki fengið upplýsingar um málið fyrr en Stöð 2 "skúbbaði" fréttinni. Sjónnvarpið vitnar ekki í Stöð 2 nema í neyð og Stöð 2 vitnar ekki í sjónvarpið nema í undantekningartilfellum. Ástæða þess að Sjónvarpið var ekki með fréttina í gærkvöld er því einfaldlega sú að Sjónvarpið hafði ekki veður af málinu.

Annars þakka ég fína lesningu, hef oft gaman af því að detta inn á síðuna þína.

 Björn Þorláksson

Björn Þorláksson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband