Ég er athafnamaður

Jón Ólafsson, fyrrverandi hljómplötuútgefandi og kaupmaður, er jafnan titlaður "athafnamaður" í fréttum nú orðið. Sennilega vegna þess að hann vasast í svo mörgu án þess að nokkur kjaftur viti í rauninni hvað hann er að brasa svona dagligdags.

Mér finnst soldið óréttlátt að Jón og fleiri útvaldir menn fái einhvers konar einkarétt á þessum fína titli. Sjálfur er ég til dæmis mikill athafnamaður. Ég stunda ýmsar athafnir, borða, sef, vinn, teygi úr mér, les, horfi á sjónvarp, syndi, geng, eltist við börnin mín, fer á snyrtinguna og svo mætti lengi telja.

Skyldu þeir hjá Símaskránni samþykkja að ég titli mig athafnamann? Best að ég láti á það reyna við tækifæri. Mér hefur raunar líka dottið í hug að ég myndi bera titilinn "frömuður" með miklum sóma, enda er orðið gjarnan notað um fólk sem fær einhverjar flugur í höfuðið, framkvæmir þær og dregur aðra með sér. Þetta hef ég oft gert. Flugurnar mínar hafa ekki alltaf verið gáfulegar og þeir sem dregnir hafa verið hafa ekki ævinlega dregist með sjálfviljugir, en það er önnur saga ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... mér líst betur á "frömuður"... held að þeir hjá Símaskránni samþykki eiginlega alla titla í dag...

Brattur, 17.3.2008 kl. 23:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband