14.4.2008 | 19:55
Sprengingar og leifturhiti
Það gengur greinilega mikið á við framleiðslu á kaffirjóma.
Hann er bæði leifturhitaður og fitusprengdur. Það stendur á umbúðunum og varla ljúga þær.
Vissi ekki að verkun kaffirjóma útheimti slík endemis læti. Ekki bara ofurhita heldur líka sprengingar.
Ég þoli voðalega illa hita. Man enn eftir sumrinu þegar ég vann við framleiðslu á júgursmyrsli í Sjöfn sálugu í Gilinu. Það var óbærilegt svitabað stundum. Sprengingar þoli ég enn verr, enda friðelskandi maður.
Mikið er ég feginn að vinna ekki í kaffirjómaframleiðsludeildinni hjá Mjólkurbúi Flóamanna.
Athugasemdir
Letilufsa, 15.4.2008 kl. 13:36